Þjóðsögur á Vorvöku á Ísafirði

Hvernig lærir maður að segja þjóðsögur? Á vettvangi samsöpunar á Ísafirði voru það þjóðsögur sem tengdu fólk, þar var bæði hlustað á þjóðsögur og miðlað frásagnartækni þjóðsagna.

Á Ísafirði fóru fram tveir viðburði í apríl í tengslum við verkefni Vettvangur samsköpunar. Fyrri fór fram á Hversdagssafni um miðjan apríl 2023. Þar æfðu þátttakendur æfðu sig í að segja þjóðsögur. Síðari viðburðurinn var á bókasafninu á Ísafirði í lok apríl þar sem fólki gafst tækifæri á að deila flökkusögum frá sínum heimkynnum frá öllum heimshornum, bæði frá sínum upprunalöndum en einnig frá þeim stöðum sem þau höfðu valið sem sitt heimaland. Báðir viðburðir voru  opir og bauðst öllum að koma og hlusta og taka þátt.

Vaida Bražiūnaitė sá um að undirbúa báða viðburði, en hún stofnaði Hversdagssafn/ the Museum of Everyday Life með Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir sem staðsett er á Ísafirði og býður gestum og gangandi að njóta þess að vera með öðru fólki. Staðnum er lýst af með eftirfarandi hætti á heimasíðu safnsins: Hversdagssafnið á Ísafirði er heillandi heimur hins daglega lífs. Þar eru sagðar sögur af atburðum eða stundum í lífi fólks sem fanga fegurð hvunndagsins á töfrandi hátt. Á safninu fá gestir aðgang að lífi heimamanna, minningum þeirra og frásögnum, sögum sem vekja gleði, sorg og gefa innsýn í horfna veröld. (Hvers museum // Hversdagssafn). 

Hópur af fólki á Hversdagssafni

Vaida vann báða viðburðina með Hönnuh Rós Sigurðardóttir Tobi. En það var tilviljun sem tengdi þér nokkru áður þegar þær keyrðu saman til Ísafjarða vegna þess að flugi til Ísafjarðar var aflýst, sem þær áttu báðar bókað sæti. Í langar keyrslu frá Reykjavík til Ísafjarðar komust Vaida and Hannah að því að þær elska báðar þjóðsögur og hafa mikinn áhuga á að kynnast frekari sögum frá mismunandi heimshlutum. Þegar Vaida fékk það verkefni í hendurnar að undirbúa tvo viðburði sem myndi skapa ólíkum samfélagshópum tækifæri á að tengjast, þá fannst henni tilvalið að bjóða Hönnuh með. Hannah  miðlaði frásagnartækni til allra viðstaddra. Farið var í gegnum æfingar til að bæta frásagnartæknina, eins og að skipta sögum í upp í skýra hluta og segja frá mismunandi smáatriðum á hverjum tíma. Einnig var ráðið í merkingar að baki ólíkra frásagna, þessar túlkunaræfingar skapaði einstök tengsl milli þátttakenda.  

Viðburðirnir tveir tengdu saman Hversdagssafni og bókasafnið Ísafjarðar með nýjum hætti og  vörpuðu ljósi á fjölbreytt tækifæri sem felast í mismunandi menningarýmum á Vestfjörðum. Viðburðirnir fórum fram á mismunandi tímum dagsins og ramminn var ólíkur. Á Hversdagssafninu fór viðburðurinn fram að kvöldi til þar sem boðið var upp á drykki og léttar veitingar. Á bókasafninu fór viðburðurinn fram á björtu opnu rými seinni part dags og boðið var upp á kaffi og sætindi. Aldur þátttakenda á hvorum viðburðinum var ólíkur og breiddin mikil. Á bókasafninu voru frekar yngri kynslóðin og sú eldri, en á Hversdassafninu voru það frekar yngra fólk og aðrir á miðjum aldri. 

Viðburðurinn sem fram fór á bókasafninu var í samræmi við þá Stefna Bókasafnsins Ísafirði 2021-2024. Safninu er lýst í stefnunni sem: “Bókasafnið Ísafirði er samverustaður fyrir alla bæjarbúa - hús þekkingar, hugmynda og afþreyingar.”

Hópur ræðir saman

Sumar sögur sem sagðar voru á bókasafninu höfðu verið undirbúnar á fyrri viðburðinum á Hversdagssafninu. Aðrar sögur komu frá þátttakendum sem höfðu ekki tekið þátt í fyrir viðburðinum og datt bara í hug að setjast niður með öðrum og vera með. Það var því nokkuð um tilviljandi sem réðu því hverju var deilt, til dæmis tók einn þátttakandinn dagblað með ljóði í sem var staðnum og las það upp fyrir viðstadda og bað umsjónarfólk viðburðarins að þýða það yfir á ensku. En þar sem þátttakendur höfðu fjölbreytt móðurmál, þá komust þátttakendur að því samkomulag að nota ensku sem sameiginlegt tungumál til að auðvelda tengingu og skilning allra. Þau sem voru ekki sleip í ensku báðu þá aðra að þýða fyrir sig.  Einnig var nokkuð um söng sem umsjónarmaður viðburðarins Hannah flutti. Á báðum viðburðinum hittum við allskonar dýr og kynjaverur sem mættu okkur í sögnunum og veltu upp ýmsum kenningum um merkingar og siðfræði sem birtast okkur þjóðsögum.

Nánari upplýsingar veitir:
Lara Hoffmann, verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@unak.is