Prentaðir froskar í þvívídd á Hvolsvelli

Héraðsbókasafn Rangæinga á Hvolsvelli náði til nýrra notanda með safnkosti sem hafði ekki áður verið aðgengilegur: Stofnun Verkstæðis HBR en þar geta notendur nýtt sér þrívíddarprentara, Cricut skurðarvél og fleiri verkfæri á safninu, hvort sem er hver fyrir sig eða í hóp. Elísa Elíasdóttir vildi mæta þörfum nærsamfélagsins með nýjum hætti. Aðgengi að nýrri tækni og tólum hafði til þessa ekki verið stór hluti af starfi Héraðsbókasafns Rangæinga. Því brá hún á það ráð að hægt væri að skapa tengsl milli ólíkra hópa samfélagsins með því að bjóða fólki að læra saman á þrívíddarprentara á bókasafninu. 

Skapandi tækni er dæmi um þróun bókasafns sem deilihagkerfis sem ekki einungis nær utan um bækur. Einnig hefur verið lögð aukin áhersla á annars konar starfsemi á bókasöfnum en að sitja saman í þögn, þar sem fólk tekur þátt í skapandi samstarfi. Viðburðurinn sem fór fram í byrjun maí opnaði á tækifæri fyrir ólíka samfélagshóps til að tengjast með nýjum hætti á bókasafninu. sem leyfði tilraunastarfsemi og ekki var þörf á að greiða fyrir þátttöku. 

Starfsfólk bókasafnsins kynnti þvívíddarprentarann og Cricut skurðarvélina og þátttakendur gátu prófað sig áfram í prentuninni. Og á þessum viðburði lærðu ekki aðeins þátttakendur um mismunandi möguleika þvívíddarprentunar, heldur einnig að bókasafnið væri staður sem býður upp á margskonar samverustundir. Sem dæmi þá kom hópur af nemendum frá Hvolsvelli sem stunda nám í íslensku sem annað mál á viðburðinn og lærði á þessa nýju tækni. Þá notaði starfsfólkið tækifærið og kynnti starfsemi bókasafna fyrir nýbúunum og færði þeim bókasafnskort að gjöf.

Hópur þátttakenda lærir þrívíddaprentun

Prentun margskonar froska og lyklakippa með þvívíddarprentara er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum, þar sem Héraðsbókasafns Rangæinga sýnir á sér nýja hlið til að tengjast innflytjendum og öðrum samfélagshópum sem búa á Hvolsvelli og í nágrannasveitum. 

Viðburðurinn á Hvolsvelli er hluti af verkefninu Vettvangur samsköpunar - samstarfsverkefni bókasafna um allt land, þar sem farið er í hringferð um landið og mismunandi form samfélagsrýma rannsökuð.  Stoppað er á bókasöfnum, listasöfnum, menningarsetrum og aðsetrum listamanna í dreifbýli og þéttbýli. Á hverjum stað er viðburður eða vinnustofa þar sem skapandi aðferðafræði leggur grunninn að því að þróa færni til að tengjast og verða hluti af samfélagi.

Frekari upplýsingar
Lara Hoffmann
Verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@unak.is