Þín eigin bókasafnsráðgáta

Stendur til 30. apríl 2022

Hefur þú gaman af borðspilum, tölvuleikjum, Escape Room, óleystum ráðgátum og almennum áskorunum? Þá er Bókasafnsráðgátan eitthvað fyrir þig!

Borgarbókasafnið Gerðubergi hefur  umbreyst í heim byggðan úr mörgum þúsunda bóka! Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, aðalpersónan í ráðgátunum þremur; Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni. Villtar ævintýrapersónur, verur úr öðrum víddum og skuggalegar vofur hafa tekið yfir. Þín eigin bókasafnsráðgáta er ratleikur þar sem þú ræður hvað gerist! 


Hverjir geta spreytt sig?

Mismunandi hæfileikar njóta sín við að leysa ráðgáturnar og því hentar ratleikurinn fyrir alls konar hópa; fjölskyldur, skólafélaga, vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba, hlaupaklúbba... og við hlökkum til að taka á móti ykkur öllum! 

Við mælum með því að fullorðnir spili með börnum yngri en 12 ára.


Skráðu hópinn þinn til leiks HÉR á bókunarsíðunni og veldu dagsetningu og þá ráðgátu sem hentar hópnum þínum best. 

2-6  þátttakendur geta verið í hverjum hópi.

Ævintýraráðgátan – létt og skemmtileg!
- Viðmiðunaraldur: 6+ 
- Tími: 30-40 mínútur

Vísindaráðgátan – reynir á þolinmæði og samvinnu hópsins
- Viðmiðunaraldur: 12+ 
- Tími: 40-50 mínútur

Hrollvekjuráðgátan – fyrir þau sem þora að flækja hlutina örlítið meira!
- Viðmiðunaraldur: 12+ 
- Tími: 40-50 mínútur

Hægt er að skoða sýninguna þar sem ratleikirnir fara fram á opnunartíma safnsins en nauðsynlegt er að skrá sig með góðum fyrirvara til þátttöku í ratleiknum.

Skólahópum er boðið að koma í leiðsagnir um sýninguna en henni fylgir sérsniðið námsefni frá 123skoli.

Þátttaka í leiknum hentar einstaklega vel á farsóttartímum þar sem fólk tekur þátt í sinni „búbblu“ og vel er hugað að sóttvörnum.

Að baki verkefninu standa:

Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur
Embla Vigfúsdóttir og Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sýningarstjórar og sérfræðingar hjá Gerðubergi
Auður Ösp Guðmundsdóttir, leikmyndahönnuður
Eva Dögg Jóhannsdóttir, meistaranemi í arkitektúr
Ninna Björk Ríkharðsdóttir, nemi í grafískri hönnun og bókavörður í Borgarbókasafninu Gerðubergi.
Kristjana Friðbjörnsdóttir og Ása Marin Hafsteinsdóttir, námsefnishöfundar 123 skóli
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi

Þín eigin bókasafnsráðgáta hlaut veglegan styrk til námsefnisgerðar frá lestrarátakshópi Lions klúbbsins.

Allar upplýsingar um verkefnið veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 698 0298