Leshringurinn konu og karlabækur
Leshringurinn konu og karlabækur

Karla- og konubækur

Leshringurinn í Borgarbókasafninu menningarhúsi Árbæ hittist alltaf fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 15:45 - 17:00. Yfir sumartímann er tekið frí í tvo mánuði.

Yfirleitt er lesin er ein skáldsaga og ein ljóðabók. Á fundum leshringsins er farið yfir lestur mánaðarins. 

Eins og undanfarin átta ár þeysti leshringurinn Konu – og karlabækur um víðan völl í lestri frá áramótum:

 

Janúar: Keisaramörgæsir sem eru smásögur eftir Þórdísi Helgadóttur og ljóðabækurnar Slitförin eftir Fríðu Ísberg og Ellefti snertur af yfirsýn eftir Ísak Harðarson

Febrúar: Amma – Draumar í lit eftir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur þar sem höfundur skrifar um æskuslóðir ömmu sinnar og nöfnu og ljóðabókin Dagar sóleyjanna koma eftir ömmuna sjálfa Hólmfríði Sigurðardóttur.

Mars: Samfeðra eftir Steinunni Helgadóttur og ljóðabókina Öskudagar eftir Ara Jóhannesson.

Apríl: Synt með þeim sem drukkna eftir Lars Mytting og Kartöfluprinsessan eftir Steinunni Sigurðardóttur

Maí: Það sem að baki býr eftir Helle Merete Pryds en hún var einn af gestum Bókmenntahátíðar nú á vordögum og ljóðabókin Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.

Leshringurinn tekur frí í júlí og ágúst en byrjar aftur margelfdur eftir sumarið í september.

Skráning nauðsynleg.
Upplýsingar og umsjón: Jónína Óskarsdóttir, jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.

Materials