Leshringurinn konu og karlabækur
Leshringurinn konu og karlabækur

Karla- og konubækur

Leshringurinn í Borgarbókasafninu menningarhúsi Árbæ hittist alltaf fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 15:45 - 17:00. Yfir sumartímann er tekið frí í tvo mánuði.

Yfirleitt er lesin er ein skáldsaga og ein ljóðabók. Á fundum leshringsins er farið yfir lestur mánaðarins. 

Leshringurinn les og les að vanda og les sig áfram á bólakaf í jólabókaflóðið. Lestur mánaðarins er ævisagan Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah og ljóðabók að eigin vali. Ætlunin er að lesa upp tvö ljóð úr hverri bók til deila með hringnum.

 

Eins og undanfarin átta ár þeysti leshringurinn Konu – og karlabækur um víðan völl í lestri frá áramótum:

Janúar: Keisaramörgæsir sem eru smásögur eftir Þórdísi Helgadóttur og ljóðabækurnar Slitförin eftir Fríðu Ísberg og Ellefti snertur af yfirsýn eftir Ísak Harðarson

Febrúar: Amma – Draumar í lit eftir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur þar sem höfundur skrifar um æskuslóðir ömmu sinnar og nöfnu og ljóðabókin Dagar sóleyjanna koma eftir ömmuna sjálfa Hólmfríði Sigurðardóttur.

Mars: Samfeðra eftir Steinunni Helgadóttur og ljóðabókina Öskudagar eftir Ara Jóhannesson.

Apríl: Synt með þeim sem drukkna eftir Lars Mytting og Kartöfluprinsessan eftir Steinunni Sigurðardóttur

Maí: Það sem að baki býr eftir Helle Merete Pryds en hún var einn af gestum Bókmenntahátíðar nú á vordögum og ljóðabókin Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.

Leshringurinn tekur frí í júlí og ágúst en byrjar aftur margelfdur eftir sumarið í september.

Skráning nauðsynleg.
Upplýsingar og umsjón: Jónína Óskarsdóttir, jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.

þri 28. ágú
Flokkur
Merki
Materials