Smátextar | Rauðu skórnir

Rauðu skórnir

Hann var Dóróthea
og pilsið sveiflaðist
þegar hann sneri sér í hring.
Hann var tinkarl
með harða skel
sem hleypti engum inn.
Hann var fuglahræða
sem gaf eftir,
fylgdi hinum.
Hann var ljón
sem sagði sannleikann
af hugrekki.
Hann ætlaði að bjóða stelpum
og strákum
í fjögurra ára afmælið sitt.
Kannski yrði hann í rauðu skónum.

Höfundur: Ragnhildur Guðmundsdóttir

Næsti smátexti: Elliðaárdalur