Smátextar | inngangur ritstjóra

Inngangur ritstjóra

Örsaga, smáprósi, prósaljóð, ljóðsaga – það eru til ótal orð yfir töfrana sem felast í smátextum á borð við þá sem hér er að finna. Eftirfarandi 40 textar eru ritaðir á námskeiðinu Smátextar: Frá örsögu til útgáfu, sem Borgarbókasafn Reykjavíkur stóð fyrir á Skrifstofunni, ritsmíðaverkstæði, haustið 2019. Þeir koma hér út, tveir textar frá hverjum höfundi sem tók þátt í námskeiðinu, svo fleiri lesendur fái notið afrakstursins og fundið galdurinn í hinu smáa. 

Höfundum þakka ég fyrir sérlega gefandi samfylgd og samstarf. 

 

Sunna Dís Másdóttir, leiðbeinandi 

Fyrsti smátexti: Daglegt brauð