Smátextar | Frá örsögu til útgáfu

Námskeiðið Smátextar: frá örsögu til útgáfu var haldið á vettvangi ritsmíðaverkstæðisins Skrifstofunnar, Borgarbókasafninu Kringlunni, haustið 2019.

Námskeiðið tók til ritunar smátexta – örsagna sem ljóða, smáprósa sem prósaljóða. Höfundar völdu tvo texta úr því efni sem þeir rituðu til útgáfu. Leiðbeinandi var Sunna Dís Másdóttir en hún er jafnframt ritstjóri útgáfunnar. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Borgarbókasafnið gefur út afrakstur ritlistarnámskeiðs með þessum hætti.

Alla textana má lesa hér á vefnum, hefjið lesturinn hér á inngangi ritstjóra, eða hér á fyrsta textanum í röðinni, eða veljið texta hér í yfirlitinu.

Smellið á tengla hér fyrir neðan til að sækja útgáfuna á mismunandi formi:

Uppsett PDF skjal sem er tilbúið til prentunar.

Rafbók á AZW3 formi, sem hentar Kindle lesbrettum.

Og rafbók á EPUB formi, sem hentar öðrum lesbrettum.