Smátextar | Elliðaárdalur

Elliðaárdalur

Hleyp innan um kanínur, lúpínur, gæsaunga, sóleyjar og fífla, maríuerlur, ljónslappir, bjarkir, reyni, víði, puntstrá, veiðimenn, hundasúrur og furu með ána í öðru eyranu og umferðina í hinu. Hér vantar ekkert nema ja, fáeina bamba.

Ef ég rekst á litla stelpu, í bláum kjól með gulum púffermum og rauðum reimum, ætla ég að aðstoða hana og hafa samband við barnaverndarnefnd.

Höfundur: Rannveig Jónsdóttir

Næsti smátexti: Þriðji ísbjörninn