Um Jan David Hanrath

Jan David Hanrath

Libraries, toolboxes for collective understanding 

Jan David Hanrath er lykilfyrirlesari á ráðstefnunni. Jan er hollenskur arkitekt sem sérhæfir sig í hönnun bókasafna.

Jan hefur stýrt mörgum stórum verkefnum í hönnun bókasafna og er hluti af hönnunarteyminu sem fengið hefur verið til að hanna nýtt Borgarbókasafn í Grófinni. Hann er einn af stofnendum Ministry of Imagination, starfsemi sem veitir bókasöfnum og öðrum menningarstofnunum skapandi ráðgjöf varðandi umbreytingar og framtíðarsýn.

Sjá heimasíðu Jan hér.


Fyrirlestur Jan ber yfirskriftina Libraries, toolboxes for collective understanding og verður haldinn föstudaginn 20. Október kl. 9:30-10:30.