Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir

Leshringurinn Sólkringlan | Dyrnar eftir Mögdu Szabó

Fimmtudagur 15. maí 2025

Í maí ræðum við Dyrnar eftir Mögdu Szabó. Bókin sem kom út á ungversku árið 1987 er þýdd af Guðrúnu Hannesdóttur og fjallar um rithöfund sem fær sér húshjálp til þess að geta sinnt ritstörfunum. Í framhaldi af því þróast með þeim náið en sérstakt samband.

Hér má hlusta á umfjöllun um bókina á RÚV.


Dagskráin fyrir vorið 2025 er eftirfarandi:

  • 23. janúar: HKL ástarsaga eftir Pétur Gunnarsson.
  • 20. febrúar: Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
  • 20. mars: Ástríðan eftir Jeanette Winterson og Borgirnar ósýnilegu eftir Italo Calvino
  • 10. apríl: Sendiherrann eftir Braga Ólafsson.
  • 15. maí: Dyrnar eftir Mögdu Szabó.