Umframopnun+ | Umsókn um aðgang

Á Borgarbókasafninu í Kringlunni og Sólheimum er notendum boðið upp á að nýta sér þjónustu safnanna utan hefðbundins afgreiðslutíma og án starfsfólks. 

  • Þú getur sótt um aðgang að Umframopnun+ með því að skrá inn nafn, kennitölu og netfang neðar á þessari síðu.


Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um Umframopnun+ og reglur varðandi notkun.

Umframopnun, merki

Aðgangur

Til að fá aðgang að umframopnun í þessum söfnum Borgarbókasafns þarf að sækja um aðgang hér að neðan og bíða staðfestingar í tölvupósti. Þetta ferli gæti tekið nokkra daga. Eins er nauðsynlegt að hafa náð 18 ára aldri og eiga bókasafnsskírteini í gildi.

Hvernig kemst ég inn?

Notendur skrá sig inn með kennitölu og "PIN númeri".

Börn mega koma með í fylgd fullorðinna en mikilvægt er að aðrir notendur fylgi hvorki skráðum notendum þegar þeir koma inn eða fara út. 

Ekki er heimilt að lána öðrum aðganginn.

Öryggiskerfið fer sjálfkrafa í gang þegar umframopnun lýkur og er því mikilvægt að notendur yfirgefi safnið í tíma. Notendur verða rukkaðir fyrir útkall öryggisvarðar ef öryggiskerfið fer í gang.

Öryggi, vöktun og persónuvernd

Notendur eiga að vera öruggir á safninu. Til að tryggja öryggi notenda þarf hver og einn að skrá sig inn. Safnið er vaktað með öryggismyndavélum í samræmi við reglu nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Upplýsingar um innskráningar og myndefni er geymt í 30 daga í samræmi við persónuverndarlög og einungis skoðaðar ef tilefni er til.

Borgarbókasafnið er almenningsrými og fellur undir Lögreglusamþykkt nr. 1097/2008 fyrir Reykjavíkurborg . Bannað er með öllu að neyta áfengis eða eiturlyfja, sýna af sér ósæmilega háttsemi, rjúfa friðhelgi annarra og viðhafa ógnandi hegðun gagnvart öðrum notendum, hvort sem er í orði eða verki. Ef notendur verða uppvísir að brotum á þessum reglum verður aðgangi þeirra umsvifalaust lokað.  Notendur eiga að vera öruggir á safninu.

Umgengni

Í umframopnun þarf notandi, líkt og á hefðbundnum afgreiðslutíma, að taka tillit til annarra notanda og virða rétt þeirra til næðis og friðar. Mikilvægt er að ganga vel um eigur safnsins, hvort sem um safnkost, innanstokksmuni eða annað er að ræða og ganga vel frá eftir sig . Ef notandi gerist sekur um skemmdir á eigum safnsins er hann ábyrgur fyrir þeim.

Skil og lán

Notandi er ábyrgur fyrir þeim gögnum sem hann tekur að láni eða skilar. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á skjáum sjálfsafgreiðsluvélanna og athuga hvort allt efni hafi lánast út eða skilað sér. Gott er að prenta út kvittun til að vera viss. Ef erfiðleikar eru við lán eða skil, er mikilvægt að hafa samband við starfsfólk á afgreiðslutíma safnsins til að greiða úr málum. 

Frátektir

Hafir þú fengið tilkynningu um að frátekið gagn sé tilbúið til afhendingar getur þú náð í það í umframopnun. Í tilkynningu eru leiðbeiningar um hvar gagnið sé að finna í frátektarhillu. Vertu viss um að taka rétt gagn því ekki er hægt að taka að láni gögn sem eru frátekin fyrir annan notanda.  Þetta á þó ekki við ef frátekið gagn kemur úr bókasafni Mosfellsbæjar eða Seltjarnarness þar sem hvorki er hægt að lána né skila þeim gögnum í sjálfsafgreiðsluvél.

Samþykki

Þú getur sótt um aðgang að Umframopnun+ með því að senda inn nafn, kennitölu, netfang og símanúmer í vefforminu hér fyrir neðan. Vefformið er aðeins aðgengilegt innskráðum notendum en þú getur skráð þig inn á vefinn með því að smella á „Mínar síður“ hér efst á síðunni.

Með því að sækja um aðgang að hér fyrir neðan staðfestir þú að hafa kynnt þér reglur um Umframopnun+ hér fyrir ofan og að þú samþykkir þær.

Sérðu ekkert form hér fyrir neðan? Smelltu hér til að skrá þig inn.