Saumahornið | Aðstoð
Ráðgjöf við saumaskapinn og kennsla á saumavélar - skráning nauðsynleg!!
Í Saumahorninu Árbæ er góð aðstaða fyrir þau sem hafa gaman að saumaskap en þar er að finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock vél. Það er því hægt að fá útrás fyrir sköpunargleðina; sníða, sauma eða gera við flíkur. Gott er að bóka tíma fyrirfram til að vera viss um að komast að á þeim tíma sem óskað er eftir en vélarnar eru þó aðgengilegar hafi enginn tekið frá tíma.
Boðið er upp á aðstoð einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og er Andzelina Kusowska Sigurðsson klæðskeri gestum innan handar. Nauðsynlegt er að skrá sig í aðstoðina og verður opnað fyrir skráningu hér tveimur vikum fyrir viðburðinn.
Fylgist með í viðburðadagatalinu og á Facebook síðu safnsins.
Viðburðurinn á Facebook
Upplagt fyrir þau sem eru að velta einhverju fyrir sér varðandi saumaskapinn, hvort sem um byrjendur eða lengra komna er að ræða. Það er alltaf gott að fá ráðgjöf og spjalla um þau verkefni sem unnið er að.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250