100 ára afmæli | Gleðisveitin Mandólín
Gleðisveitin Mandólín býður upp á skemmtilega og hjartavermandi tónlist úr öllum áttum. Argentínskir tregatangóar, íslensk gullaldardægurlög, ólgandi klezmertónlist og færeyskir hringdansar eru aðeins brot af því sem sveitin lagar að sínu músíkalska nefi.
Hljómsveitin mun troða upp í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins og ylja gestum og gangandi um hjartarætur með tónlist sinni.
Sveitina skipa Ástvaldur Traustason og Sigríður Ásta Árnadóttir á harmoníkur, Guðrún Árnadóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir á fiðlur, Óskar Sturluson á gítar og bouzouki, Martin Kollmar á klarinett og Bjarni Bragi Kjartansson á bassa. Að auki eiga allir hljómsveitarmeðlimir það til að bresta í söng og láta til sína taka á margvísleg hljóðfæri af ýmsu tagi.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Spönginni.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Steinunn Stephensen
sigridur.stephensen@reykjavik.is | 411 6230