Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir

Leshringur | Ást á rauðu ljósi

Fimmtudagur 19. febrúar 2026

Í febrúar ræðum Ást á rauðu ljósi: Reykjavíkursaga eftir Jóhönnu Kristjánsdóttur en hún gaf hana út undir höfundarnafninu Hanna Kristjánsdóttir. Hún var lengst af blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði ferðabækur um Miðausturlönd og stýrði ferðum þangað. En sem ung kona gift Jökli Jakobssyni leikskáldi skrifaði hún nokkrar skáldsögur og var Ást á rauðu ljósi sú fyrsta og seldist mjög vel. Hér má finna umfjöllun um hana í Tímariti Máls og menningar og samtíða ritdóm í Félagsbréfum.

Leshringurinn Sólkringlan hittist venjulega þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí.
Þema vorsins 2026 er líf íslenskra (og írskra) kvenna á 20. öld. Dagskráin er eftirfarandi:

  • 22. janúar: Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur og Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan
  • 19. febrúar: Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjánsdóttur
  • 19. mars: Bíbí í Berlín, ævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur eftir Guðrúnu Valgerði Stefánsdóttur
  • 16. apríl: Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur
  • 21. maí: Elsku Drauma mín, minningabók Sigríðar Halldórsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur

Leshringurinn á Facebook.

Umsjón og skráning:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Bækur og annað efni