Róleg síðdegisstund með hljómsveitinni Evu.
Um þennan viðburð
Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslensku
Tónlist
Leikhúskaffi | Kosmískt skítamix
Miðvikudagur 3. desember 2025
Róleg síðdegisstund með hljómsveitinni Evu. Þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir sýna í Tjarnarbíó bráðfyndinn söngleik sem tekst á við örmögnun, kvíða og allar erfiðustu tilfinningar sem manneskja getur upplifað, og gera upp feril sinn á kosmískan hátt. Í leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Grófinni munu þær ræða lagasmíðar og listsköpun, kulnun, ferlið að baki sýningunni og að sjálfsögðu spila nokkur lög.
Nánari upplýsingar veitir:
Snæbjörn Brynjarsson
snaebjorn@tjarnarbio.is