
Um þennan viðburð
Rými fyrir höfunda | Bambaló útgáfuboð
Velkomin í útgáfuhóf Bambaló!
Í tilefni útgáfu tónlistarbókarinnar „Bambaló: Fyrstu lögin okkar“ bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í útgáfuhóf á Borgarbókasafninu í Kringlunni föstudaginn 5. desember kl. 16–18.
Á dagskrá:
- Notaleg tónlistarstund fyrir börnin, leidd af Sigrúnu Harðardóttur
- Falleg föndursmiðja undir handleiðslu Linn Janssen
- Léttar veitingar og tækifæri til að kíkja á eða kaupa bókina
Þau sem hafa keypt bókina í forsölu geta einnig nálgast sitt eintak á staðnum.
Sjá nánar um forsölu hér
Eigum saman hlýja og skapandi stund með tónlist, föndri og góðum félagsskap.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Harðardóttir
sigrunfidla@gmail.com
Þessi viðburður er hluti af Rými fyrir höfunda á söfnunum okkar. Þar geta rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu.