Bergrún Írís Sævarsdóttir
Bergrún Írís Sævarsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Börn
Föndur

Lestrarhátíð | Persónusköpunarsmiðja með Bergrúnu Írisi

Mánudagur 24. nóvember 2025

Velkomin á persónusköpunarsmiðju með Bergrúnu Írísi Sævarsdóttur

Bergrún Íris Sævarsdóttir stýrir persónusköpunarsmiðju fyrir börn og fjölskyldur. Hvernig varð Lína Langsokkur eiginlega til? Hvað með Hundmann, Kidda Klaufa og allar hinar persónurnar sem við þekkjum úr bókum? Í smiðjunni kafar barnabókahöfundurinn Bergrún Íris í persónusköpunum og kennir þátttakendum að skapa sínar eigin sögupersónur, bæði í orðum og myndum. Um er að ræða fjölskyldusmiðju þar sem fullorðin eru hvött til þess að mæta með börnum á öllum aldri og eiga saman skemmtilega stund. 

Bergrún Írís er bæði mynd- og rithöfundur og hefur skrifað fjölmargar bækur og myndskreytt enn fleiri. Meðal bóka eftir Bergrúnu má telja bókaflokkinnu "Lang-elstur ..." um vinina Rögnvald og Eyju,  bækurnar Töfraland og Viltu verða vinur minn? Bergrún hefur einnig myndlýst fjölda bóka, nýlegar bækur eru m.a. Sokkalabbarnir, Paradísareyjan og bækurnar um Þorra og Þuru.

Boðið verður upp á kakó og smákökur.

Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur. Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar.