Hekla Magnúsdótti leikur á þeremín
Hekla Magnúsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 16:15
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
8 ára og eldri (yngri börn velkomin með foreldrum)
Tungumál
Íslenska
Börn
Tónlist

Tónlistarsmiðja | Langar þig að læra á rafhljóðfærið þeremín?

Laugardagur 22. nóvember 2025

Langar þig að búa til stórkostleg, falleg og geimkennd hljóð með því einu að hreyfa hendurnar í loftinu? Komdu í smiðju með Heklu Magnúsdóttur, einum fremsta þeremínleikara og tónskáldi heims. 

Þeremín er einstakt rafhljóðfæri sem nemur hreyfingu handa í útvarpssviði – eins og að plokka ósýnilega hörpu. Þátttakendur kynnast lítríkri grafískri nótnaskrift og læra á þeremín – fallegt og aðgengilegt hljóðfæri sem er þekkt fyrir óvenjulegan hljóm og danskennda framkomu. 

Í fyrri hluta smiðjunnar teikna börnin sína eigin nótnaskrift og skiptast svo á myndum. Í seinna hlutanum fá þau að læra á rafhljóðfærið þeremín í gegnum skemmtilegar æfingar og geta líka fengið að prófa að spila lög hvers annars á hljóðfærin. 

Smiðjan er opin öllum aldurshópum og inniheldur sérstakan tíma fyrir börn undir þrettán ára. Börn yngri en átta ára eru velkomin með aðstoð foreldris eða fullorðins. 

Þátttakendur mega velja einn af eftirfarandi tímum: 

  • 13:30-14:15 pláss fyrir 4 sæti – krakkar undir 13 ára sérstaklega velkomnir 
  • 14:30-15:15 4 sæti: opið öllum 
  • 15:30-16:15 4 sæti: opið öllum 

Um kennarann:  

Þeremínleikarinn Hekla Magnúsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í tónsmíðum og svo MA-gráðu í listkennslu árið 2023. Hún hefur gefið út tvær plötur í fullri lengd. Hún er á lista yfir fremstu þeremínleikara heims hjá Composer Magazine en önnur plata hennar Xiuxiuejar, sem þýðir hvísl á katalónsku. 

 var valin samtímatónlistarplata mánaðarins hjá dagblaðinu The Guardian og var Plata ársins hjá The Reykjavík Grapevine árið 2022. Hekla hefur samið tónlist fyrir þrjár kvikmyndir og hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina við myndina Stories from the Chestnut Woods.  

Hekla hefur haldið margar smiðjur bæði hér á Íslandi og erlendis og spilað á hátíðum víða um heim; m.a. á Athens Epidaurus Festival, Ctm Festival, X Jazz festival auk þess sem hún hefur komið fram í Queen Elizabeth hall í Southbank Center. 

 

Viðburður á Facebook
 

Nánari upplýsingar veitir:

Karl James Pestka, verkefnastjóri | Skapandi tækni 
karl.james.pestka@reykjavik.is | 665 0898