
Um þennan viðburð
Fræðakaffi | Vertu úlfur – Tilbrigði við geðheilbrigði
Skynjun – hugsun – tilfinning – vitund - Héðinn Unnsteinsson fjallar á ljóðrænan og skemmtilegan hátt um grunnþætti mannlegrar tilvistar með áherslu á andlega líðan. Héðinn leggur meðal annars út frá Lífsorðunum 14 sem eru hluti af bókinni og samnefndu leikverki Vertu úlfur.
Héðinn Unnsteinsson brennur fyrir breyttri og mannúðlegri nálgun í geðheilbrigðismálum. Að samfélag okkar vinni markvissar með styrkleika fólks og snúi markvisst frá ofuráherslu á hvers konar fráhvörf manneskjunnar. Að við búum til betra og mannúðlegra geðheilbrigðiskerfi þar sem áherslur notenda leiða framþróun.
Héðinn er menntaður kennari og stefnumótunarsérfræðingur með meistaragráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn starfaði í Stjórnarráðinu árin 2007-2022. Héðinn hefur sinnt stundakennslu við stjórnmálafræði- og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og í þjónandi forystu innan viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst. Héðinn hefur undanfarin 30 ár starfað að geðheilbrigðismálum bæði byggt á eigin reynslu og sem sérfræðingur í stefnumótun í málaflokknum. Héðinn starfaði árin 2003-2010 sem sérfræðingur að geðheilbrigðismálum hjá heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Héðinn átti frumkvæðið að Geðræktarverkefninu og Geðorðunum 10. Héðinn skrifaði bókina „Vertu úlfur“ sem m.a. lýsir reynslu hans af geðheilbrigðiskerfinu. Héðinn sat í stjórn Geðhjálpar 2013- 2015 og svo aftur frá 2019 sem varaformaður og sem formaður árin 2020-2023.
Nánari upplýsingar veita:
Héðinn Unnsteinsson, fyrirlesari og rithöfundur
Hedinnu@gmail.com | 847 0888
Halldór Óli Gunnarsson, sérfræðingur fræðslu og miðlunar
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is | 411 6241