Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Markaður

Litrófan | Hinsegin og skynsegin markaður

Laugardagur 29. mars 2025

Viltu vera hluti af hinseginvænu og skynsegin samfélagi í Reykjavík?

Litrófan er listmarkaður þar sem sköpun, fjölbreytileiki og tjáning fá að njóta sín. Komdu og taktu þátt í hátíð sem fagnar listrænum hæfileikum og samfélagslegri samkennd!


Við hverju má búast?

  • Listasýningar & skapandi uppákomur
  • Listaverk og handverk til sölu frá hinsegin og skynsegin listafólki
  • Skynvæn svæði
  • Öruggt rými til að tengjast og fagna fjölbreytileikanum
  • Upplýsingabásar frá hinsegin og skynsegin stuðningshópum/samtökum
  • Aðgangur er ókeypis & öll velkomin!

Hvort sem þú ert listamaður, listunnandi eða bara forvitin/n/ð um allskyns list, þá viljum við sjá þig á Litrófunni!

Í ljósi aukinnar andstöðu gegn mannréttindum jaðarsettra hópa í heiminum er sérstaklega mikilvægt að styðja við listafólk og samfélög sem standa frammi fyrir kerfisbundnum hindrunum.

Litrófan er skipulögð af Blekótek – sem samanstendur af tveimur listrænum vinum sem nenna ekki norminu og vilja litríkara samfélag. 


Vilt þú taka þátt í Litrófunni? 

Allar nánari upplýsinar um hvernig þú getur tekið þátt hér

Litrófan á Instagram
Blekótek á Instagram
Viðburður á Facebook

Vertu með í að skapa einstakan vettvang fyrir fjölbreytni í listum! 

Nánari upplýsingar:
blekotek@blekotek.is