Litla bókasafnið
Litla bókasafnið heimsækir yngstu deildir leikskólanna, stútfullt af harðspjaldabókum sem henta yngstu lesendunum. Með Litla bókasafninu fá foreldrar frekari kynningu á safnkosti, starfsemi og þjónustu safnsins fyrir yngstu börnin og hvatningu til þess að hlúa að góðu lestraruppeldi strax á fyrstu árum barnsins.
Leikskólarnir munu fá boð þegar komið er að því að Litla bókasafnið komi til þeirra. Litla bókasafnið verður í mánuð í senn í hverjum leikskóla og mun svo koma aftur að ári og heimsækja næstu kynslóð nýrra leikskólabarna.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146