Uppskera - Menningarhátíð fatlaðra 2025
Listaverk eftir Arnór Hreinsson

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska og táknmál
Sýningar

Sýning | Sögur

Laugardagur 8. febrúar 2025 - Laugardagur 8. mars 2025

Sögur er samsýning á verkum listafólks. Í verkunum eru frásagnir af hinu stóra og smáa, sólargeisla á vínyldúk, gjörningi í Nepal, eilífðar smáblómi og ægifegurð náttúru og manna, táknmáls og skynjunar. Á opnun sýningarinnar mun listafólkið segja frá verkum sínum frá kl. 14:30-15:30. Opnunin og leiðsögn listafólksins er táknmálstúlkuð. 
 

Sýnendur:

Arnór Hreinsson, Brandur Bjarnason Karlsson, Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir, Halla Ómarsdóttir, Jón Helgi Gíslason — Donni, Lilja Dögg Birgisdóttir, Óskar Theódórsson og Vilhjálmur Guðmundur Vilhjálmsson.
 

HÉR er að finna helstu upplýsingar um aðgengismál í Borgarbókasafninu Gerðubergi.
 

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við menningarhátíðina Uppskeru sem fram fer í Reykjavík dagana 8. febrúar til 8. mars 2025.

Uppskera - Menningarhátíð fatlaðra 2025Tilefni hátíðarinnar er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.

Lykilviðburðir hátíðarinnar verða tveir, málþing í Háskóla Íslands 21. febrúar og menningarhátíð í Hörpu 22. febrúar. Auk þess verða viðburðir víðs vegar um borgina þar sem gestum gefst tækifæri á að njóta listsköpunar fatlaðs fólks. Í boði verður myndlistasýning, kvikmyndasýning, bókmenntakvöld, gjörningakvöld, ljóðakvöld, smiðjur auk viðburða á söfnum borgarinnar. 

Dagskráin verður aðgengileg á auðlesnu máli og allir viðburðir táknmálstúlkaðir. Í Hörpu verður rittúlkun á ensku og sjónlýsing á íslensku og ensku. Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.

Verið öll velkomin á Uppskeru!
 

Nánari upplýsingar veita:

Margrét M. Norðdahl, listrænn stjórnandi
mnorddahl@gmail.com

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170