Lestrarhestar og skúffuskáld

Ert þú skúffuskáld sem langar að deila textunum þínum með öðru skrifandi fólki? Eða langar þig að spjalla við aðrar lestrarhesta um áhugaverðar bækur? Þá ertu á réttum stað! Á Borgarbókasafninu er bæði lesið og skrifað í hópum í hverri viku. 

Skrifstofan

Á Skrifstofunni, ritsmíðaverkstæði sem starfrækt er bæði í Kringlunni og Árbæ, hittist skrifandi fólk og les upp texta, gerir stílæfingar, spreytir sig á kveikjum eða rýnir í ljóð og sögur. Skrifar þú fyrir skúffuna - eða langar þig að skrifa? Kíktu á Skrifstofuna til okkar. 

Leshringir

Í leshringjum Borgarbókasafnsins eru lesnar fjölbreyttar bækur á ýmsum málum á hverju misseri og við efnum reglulega til lestraráskorana þar sem þeir sem vilja takast á hendur nokkur lestrartengd verkefni. 

NaNoWriMo

Langar þig að taka þátt í alþjóðlega verkefninu NaNoWriMo og skrifa skáldsögu á einum mánuði í nóvember? Borgarbókasafnið í Grófinni hefur hýst hóp þessara metnaðarfullu höfunda. Kynntu þér verkefnið betur hér

Langar þig að deila því sem þú hefur skrifað með fleirum? Bókaðu tíma í Kompunni - hlaðvarpsstúdiói og taktu lesturinn upp!