NaNoWriMo á bókasafninu

NaNoWriMo er stytting á enska heitinu National Novel Writing Month sem fer fram í nóvember ár hvert. Þá bretta upprennandi höfundar upp ermar og reyna að klára 50.000 orða handrit að skáldsögu fyrir lok mánaðarins. Til að fylgja eftir markmiðum sínum þykir mörgum gott að hitta aðra í svipuðum hugleiðingum og skrifa saman, þó það sé bara í þögn. Það er oft orka í samneyti við aðra. 

Á Borgarbókasafninu er alltaf pláss og næði til að sinna ritstörfum, en í nóvember bjóðum við sérstaklega upp á viðburði eyrnamerkta NaNoWriMo.

SamSkrifa er opið ritsmíðaverkstæði sem haldið er einn laugardag í mánuði, en í nóvember verður það opið alla laugardaga milli 12-14Verkstæðið er opið og engrar skráningar er þörf.

Og fyrir þau sem hyggja á spennusagnaskrif má benda á ritsmiðju breska rithöfundarins William Ryan : How to plan a murder sem fer fram laugardaginn 19. nóvember milli 11-13. Hámarksfjöldi þátttakenda er 25 og fer skráning fram neðst á viðburðarsíðunni. 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 8. nóvember, 2022 14:26