Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Ritsmiðja | Hvernig skipuleggja skal morð

Laugardagur 19. nóvember 2022

Hvernig skipuleggja skal morð - uppbygging glæpasagna frá morði til enda.

Þátttökuvinnustofa sem hefst með hvítri örk og lýkur, vonandi, með frumdrögum að hinum fullkomna glæp. Komdu með hugmyndirnar þínar og áhugann, í tveggja tíma glæpsamlega sköpunarsmiðju. Smiðjan er samstarf Borgarbókasafnsins, Bókmenntaborgarinnar og Iceland Noir hátíðarinnar.

Ath. smiðjan er kennd á ensku og hámarksfjöldi þátttakenda er 25. Skráningarform er neðst á þessari síðu.

 

Nokkur orð um kennarann: 

William Ryan er höfundur sex skáldsagna sem hafa verið tilnefndar til margvíslegra verðlauna. Hann hefur kennt ritlist í háskólanum í East Anglia and City, háskólanum í London (University of London) og kennir reglulega kúrsa fyrir Writers & Artists og The Irish Writers Centre. Hann er einnig höfundur kennslubóka í ritlist, meðal annars Writers & Artists Guide to How to Write: How to plan, structure and write your novel (2021) og samdi ásamt Matthew Hall kennsluefnið Writing Crime Fiction for Guardian Masterclasses (2015).