Jólasögustundir | Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin

Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin eftir rithöfundinn Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur og myndhöfundinn Joav Gomez Valdez, er saga jóladagatals Borgarbókasafnsins og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO 2021. Við bjóðum leikskóla- og skólahópum í notalega sögustund þar sem börnin fá að opna glugga dagsins í jóladagatalinu og hlusta á upplestur á meðfylgjandi kafla. Í lok sögustundar fá börnin sérstakan jóladagatals-glaðning. 

Hér er viðtal við þau Heiðu og Joav, sem eru ekkert (rosalega) hrædd við að lenda í jólakettinum!

​​​​

Vinsamlegast bókið tíma í jóla sögustund hér fyrir neðan.

Hér á heimasíðunni, á Facebook og Spotify geta leikskóla- og skólahópar fylgst með jóladagatalinu og hvetjum við hópana til þess að hlusta og skoða myndirnar sem eru komnar svo þau séu vel inn í sögunni áður en þau koma í sögustundina.