Velkomin á bókasafnið

Kíktu í heimsókn!

Þú verður ekki einmana í safninu í Sólheimum. Safnið er lítið og vinalegt og nándin mikil og er það vel sótt af íbúum hverfisins og öðrum. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Við leggjum sérstaka rækt við að sinna börnum með sögustundum og smiðjum en auk þess bjóðum við reglulega upp á viðburði fyrir aðra aldurshópa.

Staðsetning og samgöngur

Safnið er til húsa við Sólheima 23a. Bílastæði eru á bak við safnið og aðkoma fyrir fatlaða að húsinu er ágæt. Hjólastæði eru nálægt inngangi. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Sjá nánar á vefsíðu Strætó

Guðríður Sigurbjörnsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Sólheimum:
gudridur.sigurbjornsdottir@borgarbokasafn.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Sólheimum 23a, 104 Reykjavík
solheimar@borgarbokasafn.is | s. 411 6160