Um okkur

Menningarhús Sólheimar

 

Kíktu í heimsókn!

Menningarhúsið Sólheimum er fyrsta húsnæði Borgarbókasafnsins sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið í Sólheimum er lítið og vinalegt, rétt rúmir 200 fermetrar, og vel sótt af íbúum hverfisins. Við leggjum sérstaka rækt við að sinna börnum í hverfinu með sögu- og fjölskyldustundum en auk þess bjóðum við öðru hverju upp á viðburði fyrir þá sem eldri eru.

Aðstaða

Þrátt fyrir lítið rými er safnkosturinn afar fjölbreyttur. Boðið er upp á aðgang að tölvu og prentara gegn vægu gjaldi og þráðlaust net er í safninu fyrir þá sem kjósa að koma með eigin tölvu. Í safninu er notaleg aðstaða til að tylla sér niður og glugga í dagblöð, bækur eða tímarit - og hér er alltaf heitt á könnunni! 

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa við Sólheima 27. Bílastæði eru á bak við safnið og aðkoma fyrir fatlaða að húsinu er ágæt. Strætó nr. 14 stansar við Langholtsveg og nr. 14 og nr. 5 við Glæsibæ. Sjá nánar á straeto.is.

Guðríður Sigurbjörnsdóttir er deildarstjóri í menningarhúsinu Sólheimum:
gudridur.sigurbjornsdottir@borgarbokasafn.is

Nánari upplýsingar:
solheimar@borgarbokasafn.is
S. 411 6160