Aðstaða í Sólheimum

Lítið og notalegt

Þrátt fyrir lítið rými er safnkosturinn afar fjölbreyttur. Boðið er upp á aðgang að tölvu og prentara gegn vægu gjaldi og þráðlaust net er í safninu fyrir þá sem kjósa að koma með eigin tölvu. Í safninu er notaleg aðstaða til að tylla sér niður og glugga í dagblöð, bækur eða tímarit - og hér er alltaf heitt á könnunni! 


Barnadeildin er lítil og notaleg og alltaf gott að kíkja í heimsókn þangað, þar eru í boði bækur, blöð og bíómyndir fyrir alla aldurshópa.

Sjá nánari upplýsingar um aðstöðu í söfnunum.