Haustmarkaður í Borgarbókasafninu í Árbæ
Allt milli himins og jarðar í boði á markaðnum

Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Velkomin

Haustmarkaður í Árbæ

Sunnudagur 3. nóvember 2019

Það verður sannkölluð markaðsstemning í Árbænum sunnudaginn 3. nóvember. Á fjölda söluborða bjóða íbúar í Árbænum og nágrenni upp á alls kyns varning og góðgæti s.s. prjónavörur, skartgripi, handverk, snyrtivörur, föt og margt fleira. Eitt er víst að það verður hægt að gera reyfarakaup!

Þeir sem vilja bjóða varning til sölu eru vinsamlega beðnir um að hafa samand við starfsmenn og skrá sig sem fyrst. 

Jón Víðis töframaður sýnir listir sínar kl.13-13.30 og ástir og örlög verða rædd hjá Evu spákonu sem býður hraðspá fyrir gesti, án endurgjalds. 

Indælis rjómavöfflur verða til sölu gegn vægu gjaldi og stemningin verður eins og hún gerist best. 

Allir hjartanlega velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjvik.is
411 6250

Merki