Ungt fólk til áhrifa
Ungt fólk til áhrifa

Um þennan viðburð

Tími
18:30 - 21:00
Verð
Frítt
Ungmenni

Samfélagsræðan - Ungt fólk til áhrifa

Fimmtudagur 2. maí 2019

Takið þátt í umræðum um samfélagsmálin í Gerðubergi fimmtudaginn 2.maí kl. 18:30.
Ungt fólk til áhrifa!
Ákall til ungra samfélagsþegna!
(Takmarkaður fjöldi aðeins 50 sæti í boði - taktu frá sæti á Facebook)

Fáðu innblástur og láttu í þér heyra!
Ef lýðræði á að blómstra er nauðsynlegt að ungt fólk taki virkan þátt í skoðanaskiptum. Í tilefni af Evrópsku ungmennavikunni bjóðum við þér að koma og taka þátt í samfélagsræðunni sem er vettvangur til samtals í öruggu rými í formi Aristotótelesarkaffi. Aristotle´s Cafe (www.aristotlescafe.com) hugmyndarfræðin byggist á því að fólk kemur saman og tjáir skoðanir sínar í eina klukkustund undir handleiðslu lóðsara.

Umræðuþemun eru tengd heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og eru:
Fjölmenning
Samvinna og tengsl
Samfélagsleg ábyrgð
Geðheilsa og velferð
Viðskipti og frumkvöðlar


Við hefjum viðburðinn á innblæstri Önnu Steinsen frá KVAN og stuttri æfingu í virkri hlustun.
Umræðuefnin eru kosin af þátttakendum. Vettvangurinn og formið er tilvalið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og æfa sig í að hafa skoðun og tjá hana opinberlega fyrir öðrum.
Viðburðurinn er frír og opin öllum. Boðið er uppá léttar veitingar.

Verkefnið er styrk af Erasmus + og skipulagt af félögum JCI á Íslandi.

Erasmus+ Evrópa unga fólksins
Eurodesk Ísland

English information on Facebook

Nánari upplýsingar: elin@jci.is