
Um þennan viðburð
Hinsegin prentfélagið | Útgáfuhóf
Verið velkomin í útgáfuhóf Hinsegin prentfélagsins! Í þetta sinn er klúbburinn að gefa út Náttúrublað, stútfullt af verkum eftir hópinn auk innsendra verka.
Hinsegin prentfélagið er klúbbur fyrir 13 – 18 ára ungmenni sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleikann á einhvern hátt. Hópurinn prófar sig áfram með ýmiss konar listsköpun tengda prenti á borð við ljósritunarlistaverk, skapandi skrif, plakatagerð og prent með blandaðri tækni. Í lok klúbbastarfsins gefur hópurinn saman út sjálfstæða útgáfu í samstarfi við leiðbeinendur og hönnuð. Leiðbeinendur eru Bára Bjarnadóttir og Agnes Ársæls. Hönnuður verkefnisins er Adam Flint.
Verkefnið hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði.
Nánari upplýsingar veitir:
Bára Bjarnadóttir, sérfræðingur
bara.bjarnadottir@reykjavik.is | 411-6138