prins póló
prins póló

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Tónleikar með Prins Póló

Föstudagur 5. ágúst 2022

Prins Póló heldur tónleika í Gerðubergi! Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við einkasýningu hans, Hvernig ertu? sem stendur til 28. ágúst. 

Svavar Pétur Eysteinsson er flestum kunnur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, en hann er jafnframt grafískur hönnuður og ljósmyndari. Hann vinnur texta, tónlist og myndræna framsetningu jöfnum höndum, en í verkum sínum sækir Prinsinn oft innblástur í "sjoppulegan" hversdagsleikann, með litríkri upphafningu og húmor.

Svavar Pétur er alinn upp í Breiðholti og því er það mikill fengur fyrir Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðuberg að fá tækifæri til þess að sýna verk Svavars sumarið 2022. Búast má við ýmsum viðburðum í tengslum við sýninguna sem kynntir verða síðar.

Enginn aðgangseyrir.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Lilja Rut Jónsdóttir, deildarfulltrúi

lilja.rut.jonsdottir@reykjavik.is