Um þennan viðburð
Námskeið | Yrkjum ljóð
Staðsetning: 5. hæð
Athugið: Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið hér fyrir neðan.
Þátttakendur fá kynningu á uppruna listformsins ljóðaslamm, öðru nafni Poetry Slam. Við skoðum hvernig ljóðformið er notað í ljóðaslammi og þátttakendur fá innblástur, hvatningu og leiðsögn til að semja eigin ljóð eða prósa. Á námskeiðinu gefst tækifæri til að bera saman bækur við aðra þátttakendur og jafnvel lesa upp afrakstur námskeiðsins.
Allt um Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins.
Leiðbeinandi: Steingrímur Teague og Jón Magnús Arnarsson
Steingrímur Teague er annar söngvara og textahöfunda hljómsveitarinnar Moses Hightower, sem meðal annars er þekkt fyrir óvenjulega texta á íslensku.
Jón Magnús Arnarsson hefur verið viðloðandi ljóðaslamm frá upphafi vegferðar þess hér á landi en fékk fyrst áhuga á því árið 2001 þegar hann varð vitni að flutningi Saul Williams, Bandaríkjameistara í ljóðaslammi, á Hróarskeldu. Jóg Magnús útskrifaðist úr leiklist frá The Commedia School árið 2013. Eftir útskrift skrifaði hann og lék í tveimur einleikjum sem fluttir voru á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri.Hann er einn af stofnendum hópsins Golden Gang Comedy sem staðið hefur fyrir vikulegu uppistandi í Reykjavík um fimm ára skeið. Þá var hann ein af forsvarsmönnum fjöllistahátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival sem var fyrst haldin sumarið 2018. Árið 2017 vann Jón Magnús Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins og tók í kjölfarið þátt í virtum alþjóðakeppnum í þeirri list. Fyrsta leikrit hans, Tvískinnungur var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember 2018. Þá þýddi hann leikgerð Rómeó og Júlíu sem flutt var í Þjóðleikhúsinu árið 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is, s. 411 6100