Míkrafónn í forgrunni. lhjóðfæri og jólaskreytingar í bakgrunni

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jólalag Borgarbókasafnsins 2022 | Úrslit

Fimmtudagur 24. nóvember 2022

Hátíðleg athöfn í Úlfarsárdal þar sem dómnefnd tilkynnir höfund Jólalags Borgarbókasafnsins 2022. Í kjölfarið verður lagið frumflutt fyrir gesti og gangandi.

Í dómnefnd sitja þrír vel valdir góðkunningjar bókasafnsins. Fyrst ber að nefna Valgeir Gestsson, sérfræðing tónlistardeildar Borgarbókasafnsins og söngvara og gítarleikara í hljómsveitunum Jan Mayen og Tálsýn. Svo er það Örvar Smárason, bókavörður hjá Borgarbókasafninu en hann er einnig rithöfundur, starfandi tónlistarmaður í hljómsveitunum FM Belfast og Múm og ríkjandi meistari í Popppunkti svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst sjálf jólastjarnan, Helga Möller, tónlistarkona og bókaormur, formaður dómnefndar.

Við hvetjum öll til að mæta, hlýða á og komast í sannkallað hátíðarskap.

Boðið verður upp á piparkökur og kakó.

Nánar má lesa um Jólalag Borgarbókasafnsins 2022 hér.

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá

 stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is