Jazz í hádeginu Leifur Gunnarsson Borgarbókasafnið Gerðuberg
Jazz í hádeginu Leifur Gunnarsson Borgarbókasafnið Gerðuberg

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:00
Verð
Frítt
Staður
Spöngin 41
112 Reykjavík
Hópur
Fyrir alla
Skráning og þátttaka
Tónlist

Jazz í hádeginu Spönginni

Laugardagur 22. september 2018
Tónleikarnir verða einnig í Grófinni fimmtudaginn 20. september kl. 12.15-13 og í Gerðubergi 21. september kl. 12.15-13.
 
Gunnar Hilmarsson Tríó (GHT) spilar swing tónlist með tveimur gítörum og kontrabassa. Innblástur að hljómgrunninnum er fenginn frá Sígauna-gítarleikaranum Django Reinhardt. Á fyrri hluta 20. aldar lagði Reinhardt grunninn að jazzgítarstíl sem í dag er kenndur við hann og er enn í stöðugri þróun. Hljómsveitin hefur einnig verið að máta nýrri lög við þennan búning og tekist vel til. Í janúar 2018 spilaði GHT á Djangohátíð í Amsterdam í Hörpu þeirra Hollendinga: Bimhuis, við góðar undirtektir.
 
Hljómsveitina skipa:
Gunnar Hilmarsson á gítar
Jóhann Guðmundsson á gítar
Leifur Gunnarsson á kontrabassa
 
Næstu tónleikar verða 15. 16. o g 17. nóvember í Grófinni, Gerðubergi og Spönginni. Nánar um tónleikana verður auglýst síðar. Fylgist með!
 
Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6114