
Um þennan viðburð
Sýning | Ferðamaður – Utazó – Voyager
Matyas McDaniel sýnir ljósmyndir sem teknar hafa verið á síðust fjórum árum en það er sá tími sem hann hefur af ástríðu stundað listformið.
Matyas sem er aðeins 17 ára gamall, heillaðist í upphafi á því hvernig myndavélin getur fangað ljós og umbreytt því í mynd. Andlitsmyndir, arkitektúr og staðir sem náttúran hefur tekið aftur til sín er það sem hann hefur mest verið að vinna með að undanförnu. Form, línur og rúmfræði leynast bæði í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Flestir ættu að geta tengt myndefnið við einhverjar minningar úr lífi sínu og notið þeirra á sinn hátt.
Matyas fæddist í Búdapest í Ungverjalandi og hefur síðustu 9 ár búið í Reykjavík og gengið í Landakotsskóla. Áhugi hans á ljósmyndun hófst með því að taka myndavélar í sundur og skoða vélbúnaðinn innan í þeim. Hann hefur notað bæði aldargamlar filmumyndavélar og stafrænar myndavélar. Sýningin stendur til og með laugardeginum 4. október.
Nánari upplýsingar:
Katrín Guðmundsdóttir