Þrá eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Þrá eftir Jóhönnu Sveinsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Öll
Sýningar

Naglinn | Þrá

Mánudagur 18. ágúst 2025 - Mánudagur 17. nóvember 2025

Málverkið Þrá eftir Jóhönnu Sveinsdóttur er nú til sýnis á Naglanum, Borgarbókasafninu Sólheimum. Naglinn er heiti á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum, þar sem hver sýning samanstendur af einu listaverki sem fengið er að láni úr Artótekinu (www.artotek.is). Lísbet Perla starfsmaður í Sólheimasafni valdi verkið að þessu sinni.

 

Jóhanna lauk BA prófi frá HÍ með íslensku sem aðalgrein og latínu og ensku sem aukagreinar árið 1979. Hún útskrifaðist úr Grafíkdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1991. Jóhanna hefur haldið nokkrar einkasýningar, þær síðustu í mars 2025 í Safnarhúsi Borgarfjarðar og 2024 í Grafíksalnum. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

 

Jóhanna vinnur verk sín með ýmsum þrykkaðferðum og síðustu verk eru í grunninn einþrykk af gelplötum, tréplötum eða silikon plötum sem síðan er unnið ofan í með ýmsum efnum. Hún sækir gjarnan innblástur til æskuslóða og teflir oft saman hinu viðkvæma og smáa gegn stærri öflum, náttúrulegum eða manngerðum sem oft geta tortímt og eyðilagt.

 

Áhugasöm geta keypt verk Jóhönnu eða leigt það, en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

 

Hægt er að leigja verkið á 5.000 kr. á mánuði eða kaupa á 175.000 kr.

 

Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið bendum við á heimasíðu Artóteksins: https://artotek.is/


Nánari upplýsingar veita:

Bryndís Ómarsdóttir
bryndis.omarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

eða

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112