Dægurflugur í hádeginu Helga Margrét Clarke syngur lög um og eftir konur
Dægurflugur í hádeginu Helga Margrét Clarke syngur lög um og eftir konur

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska English
Tónlist

Dægurflugur í hádeginu I Óður til kvenna - um konur, eftir konur

Föstudagur 14. mars 2025

 

Borgarbókasafnið Gerðubergi, föstudaginn 14. mars kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Spönginni, laugardaginn 15. mars  kl. 13:15-14:00

Helga Margrét Clarke söngkona, Jón Ingimundarson píanóleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari flytja tónlist um konur og eftir konur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars.

Þá er þess minnst víðs vegar um heim hvert mannkynið er komið í kynjajafnréttismálum, einkum kvenréttindum. 

Helga Margrét Clarke, söngkona og lagahöfundur, er þekkt fyrir að flétta saman áhrifum frá klassískri og rytmískri tónlist á einstakan hátt. Flutningur hennar einkennist af djúpri túlkun sem heillar áheyrendur og skapar sterka tengingu við textann og tónlistina.

Dægurflugur í hádeginu er tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara sem er jafnframt listrænn stjórnandi. Þar kemur fram margt af okkar helsta tónlistarfólki og á tónleikunum gefst Reykvíkingum tækifæri til að koma saman, hitta félaga, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika.

Markmiðið er fyrst og fremst að færa metnaðarfulla tónlist út í hverfi borgarinnar þannig að fólk geti notið hennar í eigin nærumhverfi og á eigin forsendum.

Frítt er inn á tónleikana og eru öll hjartanlega velkomin.

Nánar um Leif: lgtonar.com

Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is  I 868 1851

Leifur Gunnarsson, listrænn stjórnandi
leifurgunnarsson@gmail.com | 868 9048