Málverkið Heilagur andi á Vorsýningu Korpúlfa 2025
Heilagur andi, málverk

Um þennan viðburð

Tími
14:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska o.fl.
Sýningar

Sýning | Vorsýning Korpúlfa 2025

Laugardagur 24. maí 2025 - Föstudagur 6. júní 2025

 

Sýningin er samsýning myndlistarhóps Korpúlfa sem er heiti félags eldri borgara í Grafarvogi.

Innan félagsins hefur myndlistarhópur verið starfandi í 12 ár, fyrst á Korpúlfsstöðum en nú í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni, Grafarvogi. Þetta er önnur samsýning félagsins í safninu en þau sýndu í safninu árið 2023.

Leiðbeinandi hópsins er Pétur Halldórsson listmálari. Hópurinn telur um 15 manns, sem hittast á þriðjudagsmorgnum og eiga saman góða stund.

Hver málar það sem honum er hugleikið og félagarnir finna myndefni hér og þar, ýmist í persónulegum myndum eða myndabönkum. Efniviður er að eigin vali, sumir mála á léreft, aðrir á pappír, en markmiðið er að skemmta sér og skapa saman.

 Sýngingin verður opnuð á Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 24. maí kl. 14:00 og höfð opin á afgreiðslutíma safnsins. 

 

Viðburðurinn á facebook 

 

Nánari upplýsingar veita:

Pétur Halldórsson, sýningarstjóri
petur@po.is | s. 855 4440


Katrín Guðmundsdóttir,  Borgarbókasafninu Spönginni 
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | s. 411 6230