
Um þennan viðburð
Sýning | Eitt spor í einu
Á sýningunni Eitt spor í einu, eru útsaumsmyndir eftir Rannveigu Guðmundsdóttur.
Útsaumsmyndir Rannveigar hafa vakið verðskulduga athygli enda ekki komið að tómum kofanum þar. Á útsaumsferli sínum hefur Rannveig saumað um 100 myndir af mismunandi stærð og gerð. Langflestar þeirra eru krosssaumsmyndir og þær hefur hún talið út.
Það var þó ekki af eigin frumkvæði sem hún heldur sýningu á myndunum heldur kom það til vegna áskoranna vina og vandamanna.
Á sýningunni er brot af þeim myndum sem hún hefur saumað í gegnum tíðina.
Rannveig hefur búið í Grafarvoginum í 25 ár og starfar töluvert með Korpúlfum, félagi eldri borgara í Grafarvogi. Að sögn Rannveigar hefur útsaumurinn verið hennar helsta áhugamál og einskonar hugleiðsla í amstri dagsins. Tilefni sýningarinnar er áttræðisafmæli Rannveigar sem verður í lok mánaðarins.
Nánari upplýsingar:
Halldór Óli Gunnarsson
halldor.oli.gunnarsson@reykjavík.is
s. 4116230