Listamaður: Atli Már Indriðason
Listamaður: Atli Már Indriðason

Um þennan viðburð

Tími
9:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

List án landamæra 2019

Laugardagur 5. október 2019 - Sunnudagur 3. nóvember 2019

Hátíðin List án landamæra verður haldin í Gerðubergi dagana 5. til 20. október. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2003. Hún sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns innan listheimsins og list ófatlaðs listafólks.

 

Frekari upplýsingar um hátíðina sem og utan-dagskrá viðburði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og á Facebook-síðu hátíðarinnar.

 

Dagskrá Listar án landamæra í Gerðubergi

5. til 20. október - FRAMLENGD TIL SUNNDAGSINS 3. NÓVEMBER
Samsýning í sýningarsal Gerðubergs 

 

5. október frá kl.  15:00 (3) til kl. 17:00 (5)
Opnunarhátíð í hátíðarsal Gerðubergs 

 

5.október frá kl. 15:00 (3) til kl. 17:00 (5)
6. október frá kl. 13:00 (1) til kl. 16:00 (4)

Haltur leiðir blindan í Felli á fyrstu hæð 


6. október frá kl. 15:00 (3) - kl. 16:00 (4)
Leiðsögn um sýningu í sýningarsal Gerðubergs

12. og 13. október
Listamarkaður í hátíðarsal Gerðubergs 

16., 17. og 18. október
Ritlistasmiðja

18. október frá kl. 9:30 - kl. 10:30
Morgunverðarfundur um aðgengi að menningu fyrir fatlað fólk 

19. október frá  kl. 15:00 (3) - kl. 16:00 (4)
Lokatónleikar með Bjöllukórnum í hátíðarsal Gerðubergs 

 

Nánari upplýsingar veita:

Ragnheiður Maísól Sturludóttir, framkvæmdastjóri Listar án landamæra
maisol@listin.is

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is