Sögubíllinn Æringi 10 ára - Sýning
Sögubíllinn Æringi 10 ára - Sýning

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Æringi 10 ára | Sýning

Miðvikudagur 21. nóvember 2018 - Sunnudagur 30. desember 2018

Sýningin stendur frá 21.11. - 31.12.

Sýning á starfsemi sögubílsins Æringja síðan hann var vígður 2008 prýðir núna veggi barnadeildar Borgarbókasafnsins Kringlunni.

Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Haldið var upp á afmælið vikuna 28. maí - 3. júní með ýmsum uppákomum og haldin sýning í Borgarbókasafninu Grófinni og í Spönginni með myndum frá starfsemi sögubílsins þessi 10 ár. Börn í Ingunnarskóla og í Melaskóla sömdu sögur og teiknuðu myndir af persónunum sem hafa komið í Æringja gegnum tíðina. Þetta eru sögukonurnar Sóla sögukona, Björk bókavera og Æra Æringjadóttir.

Nú er þessi sýning komin í menningarhús Borgarbókasafnsins Kringlunni með örlítið breyttu sniði.  

Börn Reykjavíkurborgar þekkja bílinn vel því bíllinn hefur ferðast á milli leikskóla borgarinnar í 10 ár og næstum hvert einasta barn 14 ára og yngra hefur komið í bílinn að hlusta á sögu.

Sögubíllinn Æringi er í boði Borgarbókasafnsins og kemur á leikskólana að kostnaðarlausu og hafa viðtökur verið stórkostlegar hjá starfsfólki leikskólanna.

Sýningin stendur út desember 2018.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir
Verkefnastjóri sögubíls /Æringja
sími: 664-7718 / 411-6189
olof.sverrisdottir@reykjavik.is