Stofan | Loftslagskaffi - Kafað dýpra
Er þér umhugað um náttúruvernd og langar að tengjast öðrum í svipuðum hugleiðingum? Kíktu á Loftslagskaffið þar sem boðið er upp á vinnustofu gegn loftslagskvíða.
Marina Ermina og Marissa Sigrún Pinal leiða vinnustofuna þar sem þátttakendum er boðið að vinna með erfiðar tilfinningar sem vakna þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum og umhverfisvernd, eins og örvæntingu, máttleysi og loftslagskvíða. Á vinnustofum Loftslagskaffis leita þátttakendur leiða sem hægt er að fara til að byggja upp samfélag þar sem auðgandi menning, fólk og náttúra dafna.
Öll velkomin, þátttaka ókeypis.
Fræðist meira um hugmyndir að baki Loftslagskaffis í viðtali við Marinuog Marissu.
Frekari upplýsingar um Loftslagskaffi
Marina Ermina, marina@greenwellbeing.org
Marissa Sigrún Pinal, msp5@hi.is
Upplýsingar um verkefnið Stofan | A Public Living Room
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is