Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 18:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? | Opið samtal

Þriðjudagur 30. maí 2023

Flækist stundum fyrir þér hvaða tungumál sé best að nota til að miðla upplýsingum til allra á vinnustaðnum þínum? Það eru fjölmörg móðurmál sem eru hluti af samfélaginu okkar. Við bjóðum í opið samtal um hlutlaust tungumál í fjöltyngdu starfsumhverfi. 

Í samtalinu tekur skapandi samfélag hafnar.haus þátt. hafnar.haus er notað sem skrifstofur og stúdíó fyrir breiðan hóp fólks frá öllum skapandi greinum og er hópurinn sem þar starfar fjöltyngdur. hafnar.haus byggist á þeirri hugmynd að framtíðin byggist á sköpun; að þora stýra frá hinu eðlilega, með forvitni, þrautseigju og fjölbreytni. 

Markmið viðburðarins er að leita að leiðum til að opna fyrir fleirum aðgengi að samfélagi og að öll upplifi sig velkomin þrátt fyrir ólíka tungumálaþekkingu. hafnar.haus verður nýtt sem sandkassi fyrir hugmyndir sem síðar gætu mögulega nýst víðar.

Opið samtal er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri.  

Öll velkomin  
Þátttaka ókeypis   

Viðburður á Facebook    

Ertu í vafa hvort þetta sé samtal fyrir þig? Sendu mér skilaboð og ég segi þér meira frá vettvangnum  
Opið samtal  

Dögg Sigmarsdóttir   
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka  
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is