Um þennan viðburð
FULLBÓKAÐ | Vélmennasmiðja
Langar þig að smíða þitt eigið vélmenni og læra í leiðinni um rafrásir og tækniíhluti? Skema í HR heldur vélmennasmiðju á Borgarbókasafninu Sólheimum laugardaginn 25. nóvember kl. 11:30 – 14:30.
Vélmenni eru allskonar! Þau eru búin til úr rafíhlutum, skynjurum og málmum en það er ekki allt, þau eru líka forrituð til þess að sinna sínum verkefnum og skyldum. Sum smíða bílana okkar, önnur framkvæma skurðaðgerðir og einhver ferðast um á Mars. Vélmenni eru framtíðin en þau munu leysa mannfólkið af í ýmsum störfum, eins og leigubílaakstri, matvöruverslunum og jafnvel í byggingariðnaði.
Vertu á undan samtímanum og lærðu vélmennasmíði og vélmennaforritun á Vélmennasmiðju Skema í HR á Borgarbókasafninu Sólheimum.
Smiðjan hentar krökkum 10 ára og eldri, þátttaka í smiðjunni er ókeypis en skráning er nauðsynleg.
Öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir:
Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411-6160