Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 16:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Markaður

Listamarkaður | Litrófan - Purride Edition

Föstudagur 8. ágúst 2025

Hinsegin og skynsegin listamarkaðurinn snýr aftur í annað sinn og verður haldinn á fyrstu hæð Borgarbókasafnsins Grófinni.

Litrófan er listamarkaður þar sem sköpun, fjölbreytileiki og persónuleg tjáning fá að njóta sín í öruggu og aðgengilegu rými.

Frítt inn – öllum opið!

Vertu með okkur og taktu þátt í hinsegin hátíð þar sem list, samstaða og purride ríkja! 

Vilt þú vera með sölu/sýningarbás?

Hjálpaðu okkur að halda Litrófunni lifandi, gjaldfrjálsri og aðgengilegri fyrir öll! Markaðurinn er skipulagður af og fyrir hinsegin og skynsegin samfélagið – með þinni hjálp getum við gert enn betur. 

 

Nánari upplýsingar veita:

Elísabet Jana Stefánsdóttir
blekotek@blekotek.is
blekotek.is/blogs/news/litrofan-listamarkaur

Barbara Guðnadóttir, safnstjóri
barbara.gudnadottir@reykjavik.is | 411 6100