Jólamarkaður Virknimiðstöðvar

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Markaður

Jólamarkaður | Virknimiðstöðin

Mánudagur 2. desember 2024 - Föstudagur 20. desember 2024

Hinn árlegi jólamarkaður Virknimiðstöðvar Reykjavíkur stendur yfir.

Á jólamarkaðinum eru seldar ýmsar vörur svo sem kerti, vörur úr keramík og tré, púðar og pokar, útskorin jólatré og jólaskraut að ógleymdum jólakortunum.

Vörurnar eru allar gerðar af notendum Virknimiðstöðvarinnar og allur ágóði rennur til hennar.

Virknimiðstöðin er vinnutengt úrræði fyrir fatlað fólk á öllum aldri. Hún samanstendur af þremur starfsstöðum sem eru Opus, Smiðjan og Iðjuberg.

Opnunartímar mán-fim 10:00-15:30 og fös 11:00-15:30.

Við hvetjum ykkur öll til að koma og gera góð kaup fyrir jólin og styrkja gott málefni í leiðinni!
 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230