Vínylkaffi | Fyrstu hljómplötur listamanna
Eftir nokkuð mörg mögur ár hefur vínylplatan náð vopnum sínum á ný. Að margra mati jafnast ekkert á við þær í hljómgæðum og upplifun. Hljómplötusafnkostur Borgarbókasafnsins er mjög góður og á Vínylkaffi köfum við í kræsingarnar; hlustum, ræðum, pælum, fræðumst... og fáum okkur rjúkandi kaffi og kruðerí.
Á fyrsta Vínylkaffi haustsins tökum við fyrir fyrstu plötur listamanna. Sumar hljómsveitir hafa sprottið fullmótaðar fram með skotheld byrjendaverk, en svo er allur gangur á hvernig gengur að fylgja því eftir, á meðan aðrar þurfa lengri tíma til að finna sig. Þetta verður upphafspunkturinn, svo sjáum við til hvert samræðurnar leiða okkur.
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100