
Um þennan viðburð
Tröllasögur með Maríu Valdeolivas
Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt. Á kakó lingua viðburðum kennum við hvert öðru ný orð og setningar á mismunandi tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
"Hæ! Ég heiti María og ég er kennari frá Spáni. Ég hef búið á Íslandi 6 ár. Mér finnst gaman að leika úti í náttúrunni og að ferðast. Stundum bý ég til sögu, eins og söguna sem við ætlum að hlusta á í dag. Um litla tröllið frá hrauninu á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs.
Þegar sagan er búin, langar mig að bjóða ykkur að teikna söguna, búa til tröllin með allskonar dóti ( sem verður á staðnum) og skrifa orðin sem þið lærðuð af sögunni."
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is